Leita í fréttum mbl.is

Ódýrar ferðir til Kína

Þann 22. des. 2006 fórum við til Beijing í Kína með www.ferd.is frábær ferð og það sem kom okkur mest á óvart var verðið ISK 130.000,-

Fyrir flug alla leið frá Íslandi til Beijing, hótel í 7 nætur með morgun mat, 4 heildags skoðunarferðir þar sem við sáum kínamúrinn, Forboðnu borgina og margt fleira sjá lýsingu hér að neðan.

Dagur 1. Laugardagur: Brottför með SAS um köldið beint til Beijing.

Það er þjónusta um borð matur og fl. (áfengi er ekki innifalið). Flugtími er ca. 9 tímar.

Dagur 2. Sunnudagur: Lending í Beijing strax eftir hádegi.

Danskur leiðsögumaður tekur á móti hópnum og fer með hann á hótel Qian. Á leiðinni fræðumst við um Kína sérstaklega höfuðborgina Beijing. Þegar þið hafið innritað ykkur á hótelið er dagurinn ykkar á eigin vegum.

Dagur 3. Mánudagur: Tianmen-torgið, Forboðna borgin og fl.

Eftir morgunmat heimsækjum við Tianmentorgið (Torg hins himneska Friðar) og Grafhýsi Maos, þar sem hinn þekkti foringi liggur innsmurður í glerkistu. I gegnnum torgið liggur breiðgatan Changan Boulevard, sem við göngum eftir upp að Keisaratorginu, Forboðnu Borginni sem líka er kölluð Hallar safnið. Nafngiftin er frá árinu 500 því þá var almennum borgurum meinaður aðgangur. Keisarinn Yongle byrjaði að byggja og um 1 milljón vinnumenn unnu við bygginguna árin 1406 - 1420 var þetta lokaður heimur stjónað af geldingum. Marg oft hefur höllin brunnið og flestar byggingarnar eru nú frá 17. öld. Það gefst nógur tími til að labba um og skoða þessar stóru hallir með hofum, styttum og sýningum. Allur morguninn er helgaður Forboðnu borginni sem er upplifun fyrir lífið. Eftir hádegi förum við í öðruvísi en spennandi ferð í gamla bæjarhlutan í Beijing sem heitir hutongerne, við ferðumst með hjólataxa, hutongerne eru hús frá norður Kína sem öll eru grá múrsteinahús á einni hæð byggð kringum innri garð. Við munum sjá gamla trommuturninn og það er skiplögð heimsókn hjá Kínverskri fjölskyldu. Hádegismatur innifalinn. um kvöldið þegar við munum fara á sýningu í hinni frægu óperu. Peking-óperan er samansett af söng, dansi, látbragðsleik og sirkus þar sem notaðar eru frábærar grímur og búningar. Á þann hátt líkist Peking-ópean mjög hinu forna gríska leikhúsi saman með háum hjómum af alslags trommum. Efni óperunnar er oftast náttúruhamfarir, stríð, uppreisnir en margar af sögunum koma beint frá þjóðlegum kínverksum bókmenntum eins og ”ApaKóngurinn”, "Drukna fegurðardísin" eða "Hefnd Sjómannsinns". Hádegismatur innifalinn.167

Dagur 4. Þriðjudagur: Himins hofið, Lamahofið, Yonghegong, Peking-önd.

Um morguninn heimsækjum við eitt af fallegustu táknum fyrir borgina himneska musterið með bláa þakinu, hér bað keisarinn Son himinn á vordögum um góða uppskeru og andlegar leiðbeiningar. Við sjáum líka altari himinns og Bergmálsmúrinn. Það er möguleiki á að versla í silkibúðunum með góðri aðstoð leiðsögumanns okkar. Hér er silki í metramáli, einnig unnið silki í miklu úrvali eins og jakkar, kimonoer, undirföt, sængurföt og fleira. Eftir hádegismat heimsækjum við Tibetbudda musterið Lama og Ynghegong. Hér upplifum við þessa mögnuðu trú sem er ótrúlega sterk, einnig upplifum við hið dimma og þétta andrúmsloft sem umlykur klaustrin í Tibet. Það er ekki hægt að ferðast yfir hálfa jörðina án þess að smakka á einum af sérréttum Kína einmitt hinni sér öldu Peking-önd sem þeir elda og bera fram á sérstakan hátt. Þeir skera öndina út við borðið og bera fram með plómu sultu, hráum vorlauk og rúlla þessu inní litla hveiti pönnuköku. Við bætist síðan andasúpa og fleiri Kínverskir réttir. Keyrsla frá hóteli til eins af Beijings bestu Peking-andar veitingarstöðum báðar leiðir og hádegismatur innifalinn.

Dagur 5. Miðvikudagur: Frjáls dagur

Dagur 6. Fimmtudagur: Sumarhöllin, Sjúkarahús (kínverskar lækningar) Kokka og Leikhús skólar, Peking-opera.

Eftir morgunmat keyrum við til sumarhallarinnar, sem einu sinni var í útkanti borgarinnar. Þar var byggð höll sem keisarafjölskyldan bjó í á sumrin fyrri 1000 árum, höllin var í notkun fram á síðustu öld. Hingað kom keisarinn til að njóta svalara loftslags sem er hér á heitum sumrum. Höllin er staðsett í mjög fallegu umhverfi við vatnið Kunming. Við skoðum líka operuhús ekkju Cixis’ keisara og skoðum marmarabát hennar sem ekki er sjófær. Góður göngutúr skilar okkur að hinum fræga langa gangi með þúsundum af kínverksum málverkum. Við höldum áfram og skoðum perluverksmiðju, einnig spítala sem byggir á lækningum eftir gömlum kínverskum aðferðum, hér fáum við innsýn í þann hugsunarhátt og lyf sem þeir hafa notað í gegnum aldirnar og nota enn.Áfram höldum við í sérskóla þar sem við kynnumst hvernig kennt er og hvernig kínversk matargerðarlist er þróuð. Að lokum förum við í leikara skólann þar sem kennt er tilvonandi leikurum í hinni sérstöku Peking-óperu. Þessari heimsókn í skólann fylgum við eftir

Dagur 7. Föstudagur: Kínamúrin og Ming grafirnar.kinamur

Brottför með rútu um morguninn að Kínamúrnum. Þetta undur veraldar er 5.000 kílómetra langt frá Gulahafinu í austri til Taklamakan-eyðimarkarvestri. Við notum morguninn til að skoða múrinn og það er nógur tími til að labba um og skoða forna hluta af múrnum og upplifa hina fornu sögu. Eftir hádegismat heimsækjum við Ming grafirnar þar sem 13 keisarar frá Ming tímabilinu eru grafnir (1358-1644). Grafir þeirra eru á mjög fallegum stað, Andagatan er gætt af stórum stein styttum af dýrum og kínverskum framá mönnum, við skoðum gröf keisarans Wan Lis sem er eina gröfin af þeim 13 sem er opin almenningi. Við stoppum líka við cloisonné-verksmiðju Cloisonné, er koparmálun á gler, sem er norður kínversk listgrein og mjög vinsælt sem minjagripir. Hádegismatur innifalinn.

Dagur 8. Laugardagur: Frjáls dagur.

Síðasti möguleiki á að skoða fjölmargt af sérkennum sem Beijing hefur uppá að bjóða eða bara fara í verslunar leiðangur

Dagur 9. Sunnudagur: Eftir hádegi er brottför frá hóteli til flugvallar.

Eftir innritun tökum við flugið með SAS beint til Kaupmannahafnar síðdeigis og út af tímamismun lendum við í Köben


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband