Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Kynlífsferðir

Við hjá Ferd.is stundum ábyrgða ferðamensku, ábyrgð í ferðamensku virðist vera mjög ábótavant hér á Íslandi.

Kynlífsferðir sem sumar ferðaskrifstofur hér markaðsetja í stórum stíl og hafa gert það gegnum árin eru til skammar. hver er stefna Ferðamálastofu, SAF eða stjórnvalda í þeim málum?

Til umhugsunar

Vegna umræðu í þjófélaginu núna síðustu daga, mánuði um barnaníðinga og framferði þeirra, vil ég gjarnan koma þessu að hvað varðar Ábyrga ferðamennsku.

Ferðaskrifstofur í Danmörku þar á meðal við hjá Ferd.is vinnum að því að skapa ferðalög með ábyrgð. Því höfum við verið ásamt þeim sem við vinnum með erlendis verið í samvinnu með dönsku samtökin "Red Barnet" sem er aðili af samtökunum Save the Children.

Fátækt og vonlaus framtíð eins til tveggja milljóna barna í heiminum þvingar þau til að selja líkama sinn. Þetta vandamál hefur vaxið í takt við að hægt er að fá ódýra flugmiða og fleiri geta ferðast til fjarlægra staða.

Thailand var einu sinni samnefnari fyrir ferðamannaland þar sem barnavændi var stundað en misnotkun á börnum er líka á mörgum öðrum stöðum, eins og Kambódíu, Sri Lanka, Afríku, Austur Evrópa og Mið Ameríka.

Sem ferðamenn með ábyrgð getur þú verið með til að vernda börn

1. Tilkynna lögreglu á staðnum eða fararstjóra / leiðsögumanni ef þú hefur grun um barna misnotkun. Ef það er ekki mögulegt á staðnum hafðu þá samband við lögreglu hér á Íslandi þegar þú kemur til baka.

2. Tilkynntu það ferðaskrifstofunni ef þú verður vitni að því að fullorðnir taki ókunn börn með sér á hótel herbergi. Ferðaskrifstofan getur þá gripið inní gagnvart hótelinu og tilkynnt það lögreglu á staðnum.

3. Láttu ferðaskrifstofu þína vita ef þú hefur orðið var við eitthvað sem minnir á barna misnotkun á þeim stað eða stöðum sem þú ferðast á.

4. Taktu þátt með því að sýna skoðun þína, stattu fram og gefðu til kynna að þú sért á móti mannsali, vændi og misnotkun á börnum.

Mundu nú samt að njóta ferðarinnar hvar sem þú ert.

Hver er stefnan hér á Íslandi hjá þessum Íslensku ferðaskrifstofum? Hvaða lönd eru talin upp hér að ofan? Hvert fer hver leigu flugvélin eftir aðra? Austur Evrópa? Mið Ameríka? (Kúba)?

Við hjá Ferd.is seljum ótrúlega mikið af ferðum til Thailands í því sambandi viljum við benda á að einn staður í Thailandi hefur verið og er mjög um talaður fyrir svo kallaðan kynlífs iðnað, þessi staður heitir Pattaya. Það er einmitt þess vegna sem við og samstarfs aðilar okkar bjóðum ekki ferðir á þann stað. Við getum því miður ekki ráðið yfir eða stjórna þeim sem við sendum meðal annars til Thailands, en við hvetjum alla til að sýna ábyrgð sem ferðamenn á fjarlægum slóðum.

Við höfum undrast yfir þeim ferðum sem sumar ferðaskrifstofur hér á Íslandi bjóða uppá til Pattaya, auðvitað geta allir litið í hina áttina og það er það sem fólkið gerir sem kaupir ferðirnar til Pattaya því miður.

Hvar er samviska þeirra sem skipuleggja og eru farastjórar í þessum ferðum ár eftir ár og þeirra sem kaupa þessar ferðir ár eftir ár?

Úrval Útsýn bíður uppá til Brasilíu nú í mars sjá http://uu.is/solarferdir/brasilianatal/

En þessi staður og Brasilía eru líka alrænd í þessu samhengi http://www.natal-brazil.com/blog/2006/09/spanish-newspaper-writes-about-sex.html

Spanish newspaper writes about sex tourism in Natal

Important Spanish newspaper Elmundo published on September 17th 2006 an article describing the troubles that some Spanish tourists faced in Natal when they engaged in paid sexual encounters.

The article was mentioned by newspapers in Natal and had repercussion among authorities and population in the city; the full original text in Spanish is here.

The article tells how three Spanish citizens arranged to have a sexual encounter with five prostitutes they picket in Ponta Negra beach; it turned out that three of the prostitutes were shemales, and some of them were underage. The clientes were blackmailed (they suspect that the taxi drivers and hotel owners may have been part of the scheme) and had to pay a hefty amount to avoid facing the Police. Elmundo goes on to say that Natal is the most selected euro-bordel in Brazil.

Maður spyr afhverju er þetta ekki auglýst sem "Kynlífs ferðamenska" það er verið að senda fólk jafnvel fjölskyldufólk á staði sem hægt er að jafna fólk í Rauða hverfið í Amsterdam eða St. Pauli í Hamborg.

FERD.IS hvetjum alla til að sýna ábyrgð sem ferðamenn á fjarlægum slóðum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband